Barcelona

Barcelona

Barselóna er höfuðborg Katalóníu á Spáni. Borgin er mjög gömul, sagan segir að karþagóski bærinn Barcino hafi verið stofnaður af Hamilcar Barca (sem var faðir Hannibals). Borgin hefur oft verið mikilvæg miðstöð valda og voru konungarnir af Aragón upprunalega greifarnir af Barcelona og stjórnuðu þaðan miklu veldi.